Endurskoðun félagsvísa


  • Hagtíðindi
  • 25. janúar 2019
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Félagsmálaráðuneytið og Hagstofa Íslands hafa frá árinu 2012, að frumkvæði Velferðarvaktarinnar, safnað og birt árlega ýmiss konar samfélagslegar mælingar undir yfirskriftinni félagsvísar. Frá þeim tíma hefur orðið mikil þróun í sams konar vísum hjá öðrum hagstofum og alþjóðastofnunum sem gaf tilefni til endurskoðunar á félagsvísum. Markmið endurskoðunarinnar er að skýra nánar hvað vísarnir eigi að mæla, meta gæði mælinga og útskýra hugtök félagsvísa með hliðsjón af þeirri þróun sem hefur átt sér stað erlendis. Jafnframt var farið kerfisbundið yfir þær mælingar sem gefnar hafa verið út undir yfirskrift félagsvísa hérlendis.

Til baka