Hagstofa Íslands er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09.00–16.00 og föstudaga frá kl. 09.00–12.00.

 

Almennar fyrirspurnir

Hægt er að senda inn skriflegar fyrirspurnir og er þeim svarað innan tveggja virkra daga eða hringja í síma 5281100. Almenn upplýsingaþjónusta er án endurgjalds. Öllum eru heimil afnot af efni Hagstofunnar en geta skal heimildar.

 

Sérvinnslur

Óski notandi eftir öðrum upplýsingum sem ekki eru aðgengilegar á vef Hagstofunnar skal viðkomandi senda skriflega beiðni um sérvinnslu. Fyrir sérvinnslur er greitt gjald skv. gjaldskrá, upplýsingar um notendur sem eru undanskildir greiðslu. Verkbeiðanda er tilkynnt um áætlaðan kostnað áður en ráðist er í vinnslu upplýsinga. Sé óskað eftir endurteknum sérvinnslum þarf að gera um það skriflegan samning þar sem fjöldi afhendinga á 12 mánaða tímabili er ákveðinn. Afsláttur er veittur eftir fjölda afhendinga skv. gjaldskrá. Telji Hagstofan verkbeiðni falla utan eðlilegrar þjónustu eða að hún raski reglubundnum verkefnum, er henni heimilt að fresta afgreiðslu tímabundið eða synja verkbeiðninni.

 

Trúnaðargögn

Hagstofunni er heimilt samkvæmt lögum að veita rannsóknaraðilum aðgang að gögnum með upplýsingum um einstaklinga eða rekstrareiningar þar sem búið er að afmá auðkenni. Sækja þarf sérstaklega um aðgengi að gögnum til vísindarannsókna.