Atvinnuvegir

Hagstofan birtir tölfræði yfir bústofn, uppskeru og kjötframleiðslu byggða á stjórnsýslugögnum frá matvælastofnun og beinni gagnasöfnun frá bændum. Landbúnaðarrannsókn varðandi landnýtingu og skipulag í landbúnaði er framkvæmd á 3-4 ára fresti. Hagreikningar landbúnaðarins tilgreina framleiðsluvirði, aðfanganotkun, fjármunamyndun og afkomu í landbúnaði. Hagreikningar eru uppfærðir árlega.