Nánar um flokk

Vísitölur varpa ljósi á efnahags- og verđlagsţróun í ţjóđfélaginu og eru notađar viđ samanburđ á verđlagi milli landa. Ţekktust er vísitala neysluverđs sem fyrst og fremst er notuđ til ađ meta almennar verđlagsbreytingar. Tólf mánađa breyting vísitölunnar er mćlikvarđi á verđbólgu í landinu. Til viđbótar er vísitalan lögđ til grundvallar verđtryggingu fjárskuldbindinga.  

Ţjónusta sem veitt er:

  • almennum fyrirspurnum er svarađ í síma 528 1100 og međ tölvupósti
  • hćgt er ađ vera áskrifandi ađ upplýsingum um vísitölur
  • á bókasafni Hagstofunnar eru veittar upplýsingar um vísitölur, hćgt er ađ fá ţar ljósrit úr skýrslum eđa gögn í tölvutćku formi.

Vísitala neysluverđs

Vísitala neysluverđs er reiknuđ mánađarlega og miđast viđ verđlag í ađ minnsta kosti vikutíma í kringum miđjan mánuđ. Vísitalan er reiknuđ í samrćmi viđ lög nr. 12/1995 međ breytingu í lögum nr. 27/2007. Grunnur vísitölunnar byggist á upplýsingum um neyslu úr rannsókn á útgjöldum heimilanna. Fylgst er međ verđi á viđamiklu úrtaki af vörum í hverjum mánuđi. Vísitalan er keđjuvísitala og er skipt um grunn í mars á ári hverju. Vísitalan hét áđur framfćrsluvísitala en nafni hennar var breytt í mars 1995 í vísitölu neysluverđs.

Frá apríl 1995 er vísitala neysluverđs notuđ til verđtryggingar á sparifé og lánsfé í íslenskum krónum. Vísitala neysluverđs gildir til verđtryggingar í ţar nćsta mánuđi eftir útreikningsmánuđ. Vísitala neysluverđs í mars gildir ţví til verđtryggingar í maí og ţannig koll af kolli. Birting vísitölunnar er í samrćmi viđ lög um vexti og verđtryggingu nr. 38/2001 međ breytingu í lögum nr. 51/2007.

Í apríl 1995 var hćtt ađ nota lánskjaravísitölu til verđtryggingar nýrra innlendra fjárskuldbindinga. Vegna verđtryggingar fjárskuldbindinga, sem urđu til fyrir ţann tíma og eru međ ákvćđum um lánskjaravísitölu skv. lögum nr. 13/1979, er reiknuđ sérstök vísitala sem breytist eins og vísitala neysluverđs. Birting vísitölunnar er í samrćmi viđ lög nr. 38/2001 međ breytingu í lögum nr. 51/2007.

Vísitala neysluverđs án húsnćđis er oft notuđ viđ verđsamanburđ yfir lengra tímabil ţví húsnćđi hefur veriđ reiknađ eftir mjög mismunandi ađferđum í neysluverđsvísitölunni. Vísitalan hét vísitala vöru og ţjónustu ţar til í mars 1995.

Upplýsingar veitir:
Heiđrún Erika Guđmundsdóttir deildarstjóri í síma 528 1201

Samrćmd neysluverđsvísitala (Harmonised Index of Consumer Prices, HICP)

Samrćmd neysluverđsvísitala er reiknuđ af EES ríkjum mánađarlega. Hún er frábrugđin vísitölu neysluverđs hvađ umfang varđar m.a. er eigin húsnćđi sleppt í vísitölunni.

Upplýsingar veitir: Lára Guđlaug Jónasdóttir í síma 528 1208  

Alţjóđlegur verđsamanburđur, útreikningur á jafnvirđisgildum PPP (Purchasing Power Parity)

Hagstofan tekur ţátt í alţjóđlegum verđsamanburđi sem er gerđur reglulega í fjölda ríkja. Samanburđurinn er afar umfangsmikill og nćr til fjölmargra vöru- og ţjónustuflokka. Kannanirnar ná til allra ţátta ţjóđarframleiđslunnar, einkaneyslu, fjárfestinga og samneyslu. Markmiđiđ er ađ verđleggja sömu eđa hliđstćđar vörur og ţjónustu og afla upplýsinga um hvađ vörupakkinn kostar í hverju ríki. Reiknuđ eru út jafnvirđisgildi, PPP, en ţađ er reiknieining sem sýnir hvađ greiđa ţarf fyrir sama vörumagn í ríkjunum. Jafnvirđisgildin eru međal annars notuđ til ađ reikna ţjóđarframleiđslu á föstu verđlagi og til samanburđar á hlutfallslegu verđlagi.

Upplýsingar veitir:
Snorri Gunnarsson í síma 528 1207

Vísitala byggingarkostnađar

Vísitalan er reiknuđ í samrćmi viđ lög nr. 42/1987. Vísitalan er reiknuđ mánađarlega og mćlir breytingar á byggingarkostnađi fjölbýlishúss. Undirvísitölur eru birtar eftir ađfangaflokkum, ţ.e. vinnuliđum, efnisliđum og vélanotkun. Auk ţess eru birtar undirvísitölur eftir iđngreinum og byggingarstigum. Verđ á byggingarađföngum er notađ til ađ mćla breytingar á vísitölunni. Byggingarvísitalan er oft notuđ til verđtryggingar á verksamningum.

Upplýsingar veitir:
Stefán Logi Sigurţórsson í síma 528 1203 

Launavísitala

Launavísitalan, sem reiknuđ er skv. lögum nr. 89/1989, mćlir mánađarlegar breytingar á launum launţega og er byggđ á upplýsingum um launagreiđslur fyrirtćkja, ríkis og sveitarfélaga. Upplýsingar um launagreiđslur á almennum vinnumarkađi og launagreiđslur sveitarfélaga eru fengnar úr launakönnun Hagstofunnar, en fyrir ríkiđ er upplýsingum safnađ um laun 600 starfsmanna ríkisins. Vísitalan er birt mánađarlega og er m.a. notuđ til ađ fylgjast međ launabreytingum og til viđmiđunar í ýmsum samningum.

Nánari upplýsingar:
laun[hjá]hagstofa.is og í síma 528 1250 

Vísitala framleiđsluverđs

Vísitala framleiđsluverđs er reiknuđ mánađarlega og mćlir verđţróun á framleiđsluvörum innlendra framleiđenda. Grunnur vísitölunnar byggist á iđnađarskýrslum Hagstofu Íslands sem gefnar eru út árlega og mánađarlegar verđmćlingar byggja á sölufćrslum fyrirtćkja í úrtaki. Vísitalan nýtist sem mćlikvarđi á ástand, horfur og ţróun hagkerfisins til skamms tíma.

Upplýsingar veitir:
Stefán Logi Sigurţórsson í síma 528 1203

Rannsókn á útgjöldum heimilanna

Frá árinu 2000 er rannsókn á útgjöldum heimilanna framkvćmd óslitiđ en áđur voru gerđar útgjaldarannsóknir á fimm ára fresti. Úrtakiđ á ári hverju er um 1200 heimili og hefur ţátttaka veriđ í kringum 50%.  Í rannsókninni heldur hvert heimili búreikning í hálfan mánuđ og svarar spurningum um veigameiri útgjöld yfir ţriggja mánađa tímabil. Frá árinu 2004 eru niđurstöđur birtar á hverju ári, sem međaltal ţriggja ára. Ţćr eru birtar í Hagtíđindum en helstu töflur einnig í talnaefninu hér ađ neđan. Megintilgangur rannsóknar á útgjöldum heimilanna er ađ afla upplýsinga sem eru notađar til ađ útbúa útgjaldagrunn fyrir vísitölu neysluverđs. Niđurstöđurnar eru einnig notađar viđ ýmis önnur verkefni s.s. hag- og markađsrannsóknir.

Upplýsingar veitir: Finnbogi Gunnarsson í síma 528 1209

 

Leita Leit

Byggir á LiSA CMS. Eskill -LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi